Login

Sign Up

After creating an account, you'll be able to track your payment status, track the confirmation and you can also rate the tour after you finished the tour.
Username*
Password*
Confirm Password*
First Name*
Last Name*
Email*
Phone*
Country*
* Creating an account means you're okay with our Terms of Service and Privacy Statement.

Already a member?

Login

Login

Sign Up

After creating an account, you'll be able to track your payment status, track the confirmation and you can also rate the tour after you finished the tour.
Username*
Password*
Confirm Password*
First Name*
Last Name*
Email*
Phone*
Country*
* Creating an account means you're okay with our Terms of Service and Privacy Statement.

Already a member?

Login

Innanlandsferðir

0
Send Us An Enquiry
Send Us An Enquiry
Full Name*
Email Address*
Your Enquiry*
Save To Wish List

Adding item to wishlist requires an account

7813

Why Book With Us?

  • We are here to serve you
  • Over 85 years of experience
  • You can expect a real Icelandic experience and a trip of a lifetime!
  • Verified by Visa & Mastercard Securecode
  • Secure payments via  borgun-secure-payments

Need more information?

Simply give us a call. We have a team of travel specialists that are here to help you.

+354 520 5200

[email protected]

Ferðaupplýsingar

Hér eru nokkur dæmi um ferðir sem gætu hentað hópum. Listinn er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi og hafið þið einhverja sérstaka áfangastaði í huga munum við gera ykkur tilboð. Að sjálfsögðu eru ferðaáætlanir háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.

Upphafs- & endastaður

Reykjavík

Brottfarartími

09:00

Dæmi um lengri ferð

Dagur 1.Reykjavík - Ísafjörður

Lagt af stað frá Reykjavík klukkan 09:00. Ekið um Hvalfjarðargöng. Bröttubrekku, Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þar sem við þræðum hina mörgu firði sem inn úr því ganga, til Ísafjarðar. Þar verður gist á Hótel Eddu næstu 2 nætur. Kvöldverður þar.

Dagur 2.Ísafjörður - Bolungarvík - Skálavík - sigling

Að loknum morgunverði er ekið til Bolungarvíkur og Skálavíkur. Síðan er haldið aftur til Ísafjarðar og farið þaðan í siglingu út í Vigur klukkan 14:00. Komið aftur til Ísafjarðar milli klukkan 17:00 og 18:00. Kvöldverður.

Dagur 3.Dynjandi - Látrabjarg - Stykkishólmur

Farið um Vestfirði, m.a. með stoppi á Hrafnseyri og við fossinn Dynjanda, út á vestasta odda Evrópu, Látrabjarg. Það er 14 kílómetra langt og 441 metra hátt, stærsta sjávarbjarg á Íslandi og mesta fuglabjarg Evrópu. Þaðan er svo haldið að Brjánslæk og siglt til Stykkishólms klukkan 19:00. Kvöldverður um borð og gist á Hótel Stykkishólmi.

Dagur 4.Bjarnarhöfn - Reykjavík

Farið eftir morgunverð að Bjarnarhöfn. Þar lítum við á bændakirkjuna, sem er á staðnum og dýrgripi hennar og einnig skoðum við hákarlasafnið og brögðum á Bjarnarhafnarhákarli. Þaðan ökum við um Vatnaleiðina og í Borgarfjörðinn og heimsækjum Ullarselið á Hvanneyri. Heim er síðan haldið um Hvalfjörðinn til Hafnarfjarðar.

Dæmi um styttri ferð - Akureyri

Dagur 1Reykjavík - Skagafjörður - Akureyri

Lagt af stað frá Reykjavík klukkan 08:00 og ekið, með stoppum norður í Skagafjörð. Á Sauðárkróki er stanzað og snæddur léttur hádegisverður. Þaðan er svo ekið til Hofsóss, þar sem við skoðum Vesturfarasetrið. Frá Hofsósi er síðan haldið fyrir Tröllaskaga um Siglufjörð, Héðinsfjörð, Ólafsfjörð og Dalvík til Akureyrar, þar sem gist verður 2 nætur á Hótel KEA. Á Siglufirði fáum við tíma til þess að skoða okkur aðeins um og einnig heimsækjum við Síldarminjasafnið. Fordrykkur og 3ja rétta hátíðarkvöldverð á Hótel KEA.

Dagur 2Akureyri - Hrísey

Fyrir þær sem vilja verður boðið upp á morgunferð fram í Eyjafjörð þar sem við skoðum Grundarkirkju og lítum við í Jólahúsinu við Grísará og komið aftur til Akureyrar um hádegi. Síðdegis, eftir nokkra frjálsa tíma á Akureyri verður síðan haldið norður til Árskógssands þar sem við skoðum Bruggsmiðjuna og brögðum á ölinu þeirra en siglum síðan yfir til Hríseyjar og snæðum þar kvöldverð á Brekku eftir að hafa litast aðeins um á eynni. Komið aftur til Akureyrar um klukkan 22:00.

Dagur 3Akureyri - Reykjavík

Lagt af stað frá Akureyri um klukkan 11:00 og ekið sem leið liggur til Reykjavíkur þangað sem við gerum ráð fyrir að vera komin milli klukkan 18:00 og 19:00. Hádegisverður á Blönduósi.

Dæmi um styttri ferð - Suðurland

Dagur 1Reykjavík - Skógar - Reynisfjara - Laki

Ekið suður um land til Kirkjubæjarklausturs. Meðal annars verður, komið við á safninu á Skógum, hádegisverður þar, og ekið niður í Reynisfjöru. Komið undir lok dags að Hótel Laka, þar sem gist verður næstu tvær nætur. Kvöldverður þar.

Dagur 2Skaftafell - Jökulsárlón

Eftir morgunverð er ekið austur á bóginn. Stanzað verður við Dverghamra, í Skaftafelli og við Jökulsárlón, þar sem farið verður í siglingu og snæddur hádegisverður. Síðan verður ekið að Hala í Suðrsveit og Þóbergssetur heimsótt. Haldið aftur heim á Hótel Laka. Kvöldverður þar.

Dagur 3Fjarðárgljúfur - Landmannalaugar

Haldið af stað og ekin Fjallabaksleið. M.a. annars litið við í Fjaðrárgljúfri, Eldgjá og Landmannalaugum, þar sem gefst kostur á að baða sig og við snæðum nestið okkar. Þaðan er svo haldið til Hellu til Kvöldverðar. Komið heim seint um kvöldið.

Dæmi um styttri ferð - Snæfellsnes

Dagur 1Reykjavík - Borgarnes - Arnarstapi - Hellissandur

Ekið frá Reykjavík og um Hvalfjörðinn og Dragann til Borgarness. Þaðan er svo ekið áfram til Snæfellsness og ekið fyrir Jökul til Hellissands. Meðal annars verður stanzað á Búðum, Arnastapa, Hellnum og Hólahólum og gengið niður að Djúpalónssandi. Gist á Hótel Hellissandi, kvöldverður þar.

Dagur 2Bjarnarhöfn - Stykkishólmur - Sigling um Breiðafjörð - Reykjavík

Að loknum morgunverði ökum við um Rif og Ólafsvík til Grundarfjarðar. Þar skoðum við Sögusafnið en ökum síðan áfram til Bjarnarhafnar og lítum þar við hjá Hildibrandi bónda, sem fræðir okkur um bændakirkjuna, sem er á staðnum og dýrgripi hennar. Einnig skoðum við hákarlasafnið og brögðum á Bjarnarhafnarhákarli. Frá Bjarnarhöfn er stutt til Stykkishólms þaðan sem við förum í siglinu á Breiðafirði. Að henni lokinni er svo haldið heim skjótustu leið, um Vatnaleið og Hvalfjarðargöng til Reykjavíkur.

Dæmi um dagsferðir

Dagsferð um Vatnsnes

Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 09:00 og ekið sem leið liggur um Hvalfjarðargöng, Borgarfjörð og Holtavörðuheiði að Reykjum við Hrútafjörð. Þar snæðum við hádegisverð áður en haldið er áfram til Hvammstanga og Selasetrið þar heimsótt. Frá Hvammstanga ökum við fyrir Vatnsnes og skyggnumst um eftir selum, stönzum við Hvítserk og komum mátulega í kaffi á Hótel Borgarvirki. Að lokinni kaffidrykkju er haldið að Borgarvirki sjálfu og litast þar um áður en haldið er heim aftur. Áætluð heimkoma um klukkan 19:30.

Á slóðir Sigríðar í Brattholti

Einn merkasti brautryðjandi í náttúruvernd á Íslandi er tvímælalaust Sigríður Tómasdóttir, sem kennd var við Brattholt. Á degi íslenzkrar náttúru ár hvert eru enda veitt verðlaun kennd við hana,Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti, einstaklingum sem unnið hafa markvert starf á sviði náttúruverndar. Dagsferðar á heimaslóðir þessarar merku konu. Ekið verður frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík klukkan 10:00 og með tilheyrandi stoppum að Brattholti þar sem snæddur verður hádegisverður. Góður stans verður gerður við Gullfoss enda varSigríður landskunn fyrir baráttu sína fyrir verndun hans. Heim verður svo ekið um Lyngdalsheiði og Þingvelli.

Dagsferð til Vestmanneyja

Brottför frá Reykjavík klukkan 10:00 og ekið til Landeyjahafnar. Þaðan er svo siglt klukkan 13:00 til Vestmannaeyja. Í Eyjum snæðum við léttan hádegisverð en förum síðan í stutta skoðunarferð um Heimaey og lítum m.a. á gosminjasýninguna Eldheima. Frá Eyjum er siglt klukkan 17:30 og ekið til Hvolsvallar þar sem við snæðum kvöldverð. Áætlum koma til Reykjavíkur milli klukkan 22:00 og 23:00.

Dagsferð í Þjórsárdal

Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 09:00 og ekið sem leið liggur austur fyrir Fjall og upp í Þjórsárdal. Í upphafi Íslandsbyggðar var Þjórsárdalur blómleg og fjölmenn sveit sem lagðist að mestu af eftir Heklugos árið 1104. Þar verður stanzað við Hjálparfoss og Þjóðveldisbærinn heimsóttur Síðan er haldið að Gjánni, sem er einstaklega fagur gjlúfurdalur í ofanverðum Þjórsárdal. Þaðan er svo ekið yfir Sámstaðamúla, yfir Þjórsá og að hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum þar sem léttur hádegisverður bíður okkar. Að hádegisverði loknum er svo ekið suður Landssveit og komið við í Heklusetrinu þar sem fræðast má um eldfjallið, sem þar gnæfir yfir sveitinni, og áhrif þess á land og þjóð frá landnámi fram á okkar daga. Áætluð koma til Reykjavíkur er milli klukkan 17:30 og 18:00.

Dagsferð um Reykjanesið

Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinn klukkan 09:30 og ekið sem leið liggur um Hafnarfjörð, Strandaheiði og til Grindavíkur. Þaðan er svo ekið út á Reykjanes þar sem við skoðum Orkuverið Jörð, sem er sýning á vegum HS-Orku og þar sem er að finna ógrynni upplýsinga um orku, plánetur og himingeiminn. Nokkur gagnvirk tæki er að finna á sýningunni þar á meðal jarðskjálftahermir þar sem sýningargestir geta upplifað raunverulega jarðskjálfta á mismunandi richterskala. Þaðan höldum við síðan til hádegisverðar í Vitanum í Sandgerði og að loknum hádegisverði er haldið Hvalsness og skoðum kirkjuna þar. Núverandi kirkja er 19. aldar kirkja hlaðin úr tilhöggnum steini en einhver merkasti klerkur, sem þjónað hefur á Hvalsnesi er á efa skáldið Hallgrímur Pétursson. Frá Hvalsnesi er síðan haldið um Keflavík til Reykjavíkur og áætlað að koma þangað um klukkan 17:00.

ATHUGIÐ: Ferðaáætlanir eru háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.

Photos

Sími

Sími ferðaskrifstofu +354-520 5200

Sími flotastýringar: +354-520 5240

Opnunartími skrifstofu 8:30 – 16:30 GMT

Staðsetning

Vesturvör 34, 200 Kópavogur
Ísland