Hér eru nokkur dæmi um ferðir sem gætu hentað hópum. Listinn er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi og hafið þið einhverja sérstaka áfangastaði í huga munum við gera ykkur tilboð. Að sjálfsögðu eru ferðaáætlanir háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.
Keflavík
09:00
Flug með Flugleiðum til Frankfurt. Akstur frá flugvelli til Heidelberg.
Stutt gönguferð um miðborg Heidelberg með leiðsögn.
Dagsferð til Strassborgar, sem er falleg gömul borg þar sem mætast þýzk og frönsk menning enda er borgin á fornu átakasvæði þessara stórþjóða og hefur tilheyrt hvoru ríkinu um sig í gegnum tíðina. Borgin stendur við ána Ill, sem er ein af þverám Rínar. Miðbær borgarinnar er á eyju úti í ánni og er hann allur á heimsmynjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars að finna dómkirkjuna, sem eitt sinn var hæzta bygging veraldar og einnig “Litla-Frakkland” (Petite-France), sem er heillandi hverfi byggt gömlum grindarmúrshúsum sem standa við kvíslar Ill-árinnar. Jólamarkaðurinn í Strassborg er sá elzti í Frakklandi og af mörgum talinn einn sá skemmtilegasti í Evrópu.
Heimferðardagur. Ekið frá Heidelberg til Frankfurt og flogið heim til Keflavíkur.
ATHUGIÐ: Ferðaáætlanir eru háðar færð, framboði á gistingu o.þ.h.
Sími ferðaskrifstofu +354-520 5200
Sími flotastýringar: +354-520 5240
Opnunartími skrifstofu 8:30 – 16:30 GMT